Eldsneyti myndi hækka um 15,45 krónur

Hækk­un vöru­gjalds á eldsneyti, sam­kvæmt hug­mynd­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, hækk­ar verð á eldsneyti um 15,45 kr. á lítra, sam­kvæmt út­reikn­ing­um Fé­lags ís­lenskra bif­reiðaeig­enda.

Hug­mynd­irn­ar voru kynnt­ar í gær og sam­kvæmt þeim aukast tekj­ur rík­is­sjóðs um 0,3% af vergri lands­fram­leiðslu - auk held­ur sem gert er ráð fyr­ir því að ýms­ir aðrir skatt­stofn­ar hækki með það fyr­ir aug­um að bæta stöðu rík­is­sjóðs.

Að sögn Run­ólfs Ólafs­son­ar fram­kvæmda­stjóra FÍB myndi rekst­urs­kostnaður vegna meðal­bíls hækka um tæp­lega 31 þúsund krón­ur yfir árið og ná­lægt 50 þúsund krón­um vegna jeppa.

„Þetta kem­ur fram á sama tíma og hug­mynd­ir eru uppi um vegtolla meðal ann­ars út frá höfuðborg­ar­svæðinu sem hefði í för með sér veru­leg­an út­gjalda­auka fyr­ir þá sem fara reglu­lega um þá vegi. Hækk­un eldsneyt­is­gjalda fer síðan út í verðlagið með til­heyr­andi verðbólgu og hækk­un á höfuðstól lána heim­ila og fyr­ir­tækja vegna verðtryggðra lána," seg­ir Run­ólf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert