Fari frekar þá leið að skera niður

Hannes G. Sigurðsson.
Hannes G. Sigurðsson.

„Verkefnið sem Aþjóðagjaldeyrissjóðurinn fékk frá ríkisstjórninni var að velta fyrir sér mögulegum tekjuöflunarleiðum ef á þyrfti að halda. Þannig að ég lít ekkert endilega á þetta sem tillögur sjóðsins um hvernig eigi að hækka skatta. Þetta er það sem þeim sýnist helst koma til greina,“ segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður hagdeildar Samtaka atvinnulífsins, um tillögur sem AGS birtir í skýrslu um íslenska skattkerfið.

„Við hjá Samtökum atvinnulífsins teljum hins vegar að það hafi verið gengið mjög langt í skattahækkunum og að það sé miklu betra fyrir okkur, bæði til skemmri og lengri tíma litið, að jafna hallann á ríkissjóði með því að draga úr útgjöldum. Ég held að það sé nokkurn veginn í samræmi við alþjóðlega reynslu að það sé verra að auka álögur en að draga úr þeim þegar ríki stendur frammi fyrir miklum hallarekstri. Þetta er okkar grundvallarafstaða.“

Fari varlega í samanburðinn

Jafnframt feli tillögur um breyttan tekjuskatt í sér að „gamli hátekjuskatturinn breytist í meðaltekjuskatt“.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert