Forseti ASÍ vill fremur lækka skatta

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

„Það hefði geig­væn­lega nei­kvæð áhrif og myndi koma harka­lega niður á at­vinnu­stigi okk­ar fé­lags­manna. Ég hef þegar áhyggj­ur af þeim 10-11 millj­örðum sem ríkið áform­ar að sækja með aukn­um álög­um á næsta ári,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, aðspurður um hvaða áhrif til­lög­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins myndu hafa í hag­kerf­inu, kæmu þær á annað borð til fram­kvæmda.

Verði til­lög­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS) um breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu að raun­veru­leika mun það hafa í för með sér 3,5% hlut­falls­lega skerðingu á ráðstöf­un­ar­tekj­um heim­il­anna. Gert er ráð fyr­ir að tekj­ur rík­is­sjóðs vegna breyt­ing­anna myndu aukast um tæp­lega 30 millj­arða króna. 

Til­lög­ur AGS eru gerðar að beiðni fjár­málaráðherra, Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sem fór fram á það við sjóðinn að gerð yrði út­tekt á ís­lenska skatt­kerf­inu og mögu­legri tekju­aukn­ingu rík­is­sjóðs.

Leggi fram aðstoð á móti

Gylfi ít­rek­ar að í skýrslu AGS komi skýrt fram að ým­is­legt já­kvætt megi segja um ís­lenska skatt­kerfið, auk þess sem hann legg­ist ekki á móti breyt­ing­um á virðis­auka­skatt­kerf­inu, verði á annað borð tryggt að þeir tekju­lægstu fái aðstoð sem vegi á móti hækk­un á verði nauðsynja­vara.

Innt­ur eft­ir þol­mörk­um al­menn­ings fyr­ir auk­inni skatt­byrði kveðst Gylfi frem­ur vilja létta byrðina.

„Ég hefði viljað sjá það svig­rúm nýtt sem er til að lækka neðra þrepið í tekju­skatt­in­um og þar með álög­ur á al­menn­ing. Með því yrði stuðlað að því að rík­is­sjóður héldi vöku sinni fyr­ir því brýna verk­efni að draga úr rekstri rík­is­sjóðs.

Við samþykkt­um á sín­um tíma að 45% af aðlög­un­arþörf rík­is­sjóðs yrði tekið í gegn­um skatta. Það er mjög mikið. Við vild­um verja okk­ar vel­ferðar­kerfi eins og frek­ast væri unnt. Ef það er gengið lengra í þessu til að hlífa rekstri rík­is­sjóðs kem­ur það niður á at­vinnu­ör­yggi minna fé­lags­manna. Í því fólst það viðkvæma jafn­vægi sem menn voru að reyna að finna með gerð þessa svo­kallaða stöðug­leika­sátt­mála. Ég vænti þess að það verði áfram unnið út frá því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert