Þingflokkur framsóknarmanna hafnar alfarið hugmyndum sjóðsins um hækkun á virðisaukaskatti matvæla og segir, að slík hækkun væri enn ein aðförin að fjölskyldum landsins.
„Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur getur ekki lagt meiri álögur á fjölskyldurnar í landinu og ber því strax að hafna þessum hugmyndum. Framsóknarmenn hafa gagnrýnt ítök sjóðsins varðandi stjórn landsins og furða sig á að ríkisstjórnin taki ekki skýrari afstöðu með fjölskyldum landsins og grípi til afgerandi almennra aðgerða til að rétta þeirra hlut," segir í ályktun þingflokksins.