Lundastofn að hrynja í Eyjum

Lundar.
Lundar. Anna María

„Lundarnir afrækja eggin hér í Eyjum í stórum stíl og við höfum ekki séð þetta svona áður,“ segir Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands. „Þetta er hreinlega að hrynja hérna í Eyjum.“

Að sögn Erps hafa fuglarnir verpt umtalsvert í Eyjunni. „Þetta er mesta varpið síðan árið 2007. En afræktin er afar mikil sem er mjög dapurlegt.“. Ástæðan fyrir þessu er ætisskortur. Sandsíli eru meginfæða lunda. Þau verða fágætari með hverju ári á suður- og vesturströnd landsins. Um 80% lundaunga deyja yfir sumartímann. 

Erpur segir að varpið sé hefðbundið á öðrum stöðum yfir landið og ekkert neitt sérstakt að þar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert