Nefnd um áætlun gegn kynbundnu ofbeldi

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra.
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, hefur skipað nefnd um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu í dag. Áætlunin á að vera fyrir árin 2011-2014.

Gildandi aðgerðaáætlun var samþykkt árið 2006 og hefur meginþungi hennar falist í viðamiklum rannsóknum á eðli og umfangi ofbeldis karla gegn konum í nánum samböndum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka