Ökumaður fékk hjartaáfall

mbl.is/Júlíus

Lög­regla hef­ur lokið rann­sókn á um­ferðarslysi er átti sér stað á Hafn­ar­fjarðar­vegi norðan Arn­ar­nes­brú­ar að morgni 18. des­em­ber á síðasta ári þegar þrír karl­menn létu lífið. Niðurstaðan er að ökumaður ann­ars bíls­ins hafi fengið hjarta­áfall og því misst stjórn á bíl sín­um.

Slysið varð með þeim hætti að bíl var ekið til suðurs Hafn­ar­fjarðar­veg og yfir á ak­braut fyr­ir um­ferð úr gagn­stæðri átt þar sem árekst­ur varð.  
Ökumaður var einn í bíln­um, sem ekið var suður Hafn­ar­fjarðar­veg en tveir menn í hinum. Þeir lét­ust all­ir í slys­inu.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir, að rann­sókn lög­reglu hafi miðað að því meðal ann­ars að áætla hraða öku­tækj­anna fyr­ir slysið og kanna ör­ygg­is­búnað þeirra. Þá hafi mögu­legra or­saka leitað í lík­am­legu ástandi öku­manna.

Eng­ar vís­bend­ing­ar séu um hraðakst­ur í aðdrag­anda slyss­ins og það sé meðal ann­ars byggt á framb­urði vitna og eins á mæl­ing­um hraðagreina á ak­braut til suðurs Hafn­ar­fjarðar­veg, við Kópa­vogs­læk skammt frá slysstað.

Í sam­ræmi við hraðaút­reikn­inga sem gerðir voru eft­ir óhappið jók bíll­inn, sem ekið var suður Hafn­ar­fjarðar­veg hraðann, eft­ir að hafa farið yfir hraðagreini á Hafn­ar­fjarðar­vegi, snér­ist á veg­in­um, fór yfir autt svæði milli ak­brauta til suðurs og norðurs Hafn­ar­fjarðar­veg og lenti á á bíl sem ekið var úr gagn­stæðri átt.

Í krufn­ings­skýrslu kom fram að ökumaður bif­reiðar, sem ekið var suður Hafn­ar­fjarðar­veg var meðvit­und­ar­laus þegar árekst­ur­inn varð. Hann hafði fengið hjarta­áfall og var hann úr­sk­urðaður lát­inn við komu bráðaliða á slysstað.

Or­sök slyss­ins er því rak­in til lík­am­legs ástands öku­manns bif­reiðar sem ekið var suður Hafn­ar­fjarðar­veg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka