Össur í Kína

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, er nú staddur í Kína og átti þar formlegan fund með Yang Jiechi, utanríkisráðherra landsins, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua. Hefur fréttastofan eftir Yang að mikið traust ríki milli landanna tveggja og samvinna þeirra sé góð. 

Segir Yang að á næsta ári séu 40 ár frá því löndin tóku upp stjórnmálasamband og Kínverjar vilji auka enn frekar samvinnu við Íslendinga.  

Haft er eftir Össuri, að Ísland vilji styrkja samvinnuna við Kína og sagði að Íslendingar kynnu að meta þann stuðning, sem Kínverjar hefðu sýnt þeim eftir efnahagshrunið. Þá hafi hann ítrekað að Ísland styðji stefnuna um eitt Kína. 

Össur var í síðustu viku í opinberri heimsókn í Ungverjalandi og Króatíu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka