Á klukkustundarlöngum fundi með Xi Jinping varaforseta Kína sem haldinn var í Höll alþýðunnar í Peking í dag, lagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, til að Kína og Ísland gerðu með sér formlegt samkomulag um að vinna saman að jarðhitanýtingu í þróunarlöndum, einkum í Austur-Afríku þar sem mikinn jarðhita er að finna.