Sló lögreglumann í andlitið

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.

Maður var í síðustu viku kærður fyrir ofbeldi gegn lögreglu í Vestmannaeyjum en maúrinn sló lögreglumann hnefahöggi í andlitið svo á sá. 

Fram kemur í dagbók lögreglu, sem birt er á vefnum eyjafréttum.is, að lögreglan hafði bankað upp á hjá manninum þar sem kvartað hafði verið undan hávaða frá íbúð hans.  Maðurinn brást hins vegar illa við heimsókn lögreglunnar og heilsaði að sjómannsið.  Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.  

Tvo fíkniefnamál komu upp í vikunni. Við þrif um borð í Herjólfi fannst lítilræði að ætluðum fíkniefnum, sem höfðu verið blönduð tóbaki. Málið er í rannsókn.

Seinna málið kom upp þegar lögregla var við eftirlit þegar Herjólfur kom til hafnar í Eyjum. Veitti lögregla grunsamlegum manni athygli, sem var að koma úr skipinu í bíl. Var hann stöðvaður og við leit fannst lítilræði að ætluðum fíkniefnum. Viðurkenndi maðurinn að eiga efnin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert