Samtökin Rauður vettvangur boðar til útifundar á Lækjartorgi á föstudag undir yfirskriftinni: Höfnum ESB. Tilefnið er, að rétt ár er liðið frá því Alþingi samþykkti að sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu.
Í tilkynningu segir, að tilgangur fundarins sé að varpa ljósi á þær hættur sem felist í aðild að ESB og því aðlögunarferli sem sé í gangi þar að lútandi, og jafnframt að hvetja til samstöðu þjóðarinnar um baráttu gegn innlimun landsins í Evrópusambandið.
Fundurinn hefst klukkan 17.