Útilokar ekki skattahækkanir

00:00
00:00

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að ís­lensk stjórn­völd verði ekki að fara eft­ir hug­mynd­um AGS um breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu. Þá seg­ir hún að það komi ekki til greina að hækka skatta á fólki með meðal­tekj­ur. Ekki sé þó hægt að úti­loka að skatt­ar verði hækkaðir að ein­hverju leyti.

„Ég held að það sé ágætt að fá hug­mynd­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins fram í þessu máli. Það er verið að end­ur­skoða skatta­kerfið, og þeir hafa sett þarna fram ákveðnar hug­mynd­ir um ein­föld­un á skatta­kerf­inu. Hitt er annað mál að stjórn­völd­um ber ekk­ert að fara eft­ir þess­um til­lög­um sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn set­ur fram. Og rík­is­stjórn­in tek­ur auðvitað sín­ar sjálf­stæðu ákv­arðanir í því efni,“ sagði Jó­hanna við blaðamenn að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi.

Spurð hvort rík­is­stjórn­in sé að íhuga að hækka skatta seg­ir hún: „Það er al­veg ljóst að ein­hverju leyti þarf að fara í skatta­breyt­ing­ar vegna fjár­lag­anna á næsta ári. En í mín­um huga kem­ur það t.d ekki til greina, þar sem sett er þarna fram [í skýrslu AGS], að hækka skatta á fólki með meðal­tekj­ur. Ég er að tala um 375.000 kr. í því sam­bandi. Þá kem­ur það ekki til greina. Það er ábyggi­lega mjög erfitt, og vafa­samt líka, að fara út í hækk­an­ir á virðis­auka­skatti eða á mat­vör­um,“ sagði Jó­hanna.

For­sæt­is­ráðherra vildi ekki tjá sig um þær til­lög­ur AGS sem rík­is­stjórn­in sé að skoða. Hún seg­ir að nefnd vinni nú að því að fara yfir til­lög­ur AGS sem muni skila skýrslu síðsum­ars eða í haust.

„Það er ekki hægt að horfa á málið bara út frá þröng­um sjón­ar­hóli hag­vaxt­ar og vinnu, eins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ger­ir. Við verðum líka að horfa á þetta mál út frá hvað heim­il­in í land­inu þola,“ seg­ir Jó­hanna.

Spurð hvort hún úti­loki ekki skatta­hækk­an­ir, seg­ir hún: „Það er al­veg ljóst að ein­hverju leyti þarf að taka tekj­ur inn í gegn­um skatta, en við erum að vona að það verði í al­gjöru lág­marki.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert