Varar við heljarstökkum í skattheimtu og niðurskurði

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. Kristinn Ingvarsson

„Maður með 3-400 þúsund krón­ur á mánuði er ekki há­tekjumaður í mín­um huga. Við skul­um ekki einu sinni byrja að ræða slíkt fyrr en við erum kom­in yfir 600 þúsund krón­ur á mánuði.“  seg­ir Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður VG.

Í nýj­um til­lög­um Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS) um breyt­ing­ar á skatt­kerf­inu hér á landi er meðal ann­ars lagt til að há­tekju­skatt­ur verði lagður á 375 þúsund krón­ur og yfir í mánaðarlaun. Há­tekju­skatt­ur er í dag miðaður við 650 þúsund krón­ur á mánuði.

Ögmund­ur hvet­ur til var­færni og yf­ir­veg­un­ar og seg­ir að skoða eigi all­ar hug­mynd­ir um skatta­hækk­an­ir með til­liti til þanþols heim­ila og fyr­ir­tækja. „Ég vara við öll­um helj­ar­stökk­um í skatt­lagn­ingu og niður­skurði í vel­ferðar­mál­um.“ Ögmund­ur seg­ist jafn­framt hafa efa­semd­ir um að ganga eigi lengra í skatt­heimtu gagn­vart meðal- og lág­tekju­fólki í sam­fé­lag­inu. „Það er ekki enda­laust hægt að skatt­leggja ein­stak­linga og fyr­ir­tæki, það þarf að hyggja að þanþol­inu.“

Ögmund­ur tel­ur að leggja eigi áherslu á fjár­magn­s­tekju­skatt og jafn­framt skatt á auðlinda­nýt­ingu og stóriðju. „Það er kom­inn tími til að stóriðjan leggi hressi­lega til þjóðarbús­ins.“ Þá vill hann enn­frem­ur flýta skatt­lagn­ingu á sér­eign­ar­sparnað líf­eyr­is­sjóða. „Við vit­um að sá skatt­ur mun koma til sög­unn­ar og spurn­ing­in er hvort sé ekki sé hyggi­legt að gera það í þeim aðstæðum sem við búum við í dag.“

Hug­mynd­irn­ar eru fífla­gang­ur

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir til­lög­ur AGS um að lækka há­tekju­skatt niður í 375 þúsund krón­ur á mánuði vera „fífla­gang“. 

Í til­lög­un­um er enn­frem­ur lagt til að hækka virðis­auka­skatt um­tals­vert; úr 7% í 25,5% á bæk­ur, tíma­rit og geisladiska og úr 7% í 14% á mat­vöru. 

„Þetta er þessi klass­íska ný­frjáls­hyggju­leið að skatt­leggja neyslu al­menn­ings. Þetta bitn­ar á þeim sem þurfa að eyða meiru í mat og nauðsynj­ar. Þetta eru til­lög­ur AGS um ný­frjáls­hyggju­skatt­lagn­ingu og ómerki­leg­ar sem slík­ar,“ seg­ir Þór.

Þór Saari.
Þór Sa­ari. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert