„Nú þurfa menn ekki að hafa neinar áhyggjur af flóði því þessi tjörn er að hverfa,“ segir Ómar Ragnarsson en hann flaug yfir Eyjafjallajökul í fyrradag. Að sögn Ómars er svæðið að breytast í hverasvæði á borð við það sem er að finna í Kverkfjöllum.
„Jöklinum fannst greinilega viðeigandi að opna sig daginn eftir goslokahátíð og sýna að hún hefði bara verið ágætismál,“ segir Ómar og kveður Eyjafjallajökul líklega verða til friðs um sinn.