Nefnd um erlenda fjárfestingu er stjórnsýslunefnd sem tekur stjórnvaldsákvarðanir. Samkvæmt lögum er henni ætlað fremur þröngt lögfræðilegt hlutverk, þ.e. að heimfæra fjárfestingar útlendinga á Íslandi undir 4. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri.
En hún er pólitískt skipuð af Alþingi og þar sitja fulltrúar flokkanna á þingi. Nefndarmenn eru kennari, stjórnmálafræðingur, stærðfræðingur, viðskiptafræðingur og markaðs- og útflutningsfræðingur. Lögfræðivinna nefndarinnar hverju sinni er því aðkeypt. Ráðherrar og meirihluti nefndarmanna eru sammála um að nefndina sé best að leggja niður.