Á landinu eru nú um 10% færri læknar en fyrir tveimur árum, samkvæmt tölum frá Læknafélagi Íslands. Haldi þróunin áfram gæti hún skaðað heilbrigðiskerfið að mati landlæknis.
Hann telur hættuna þó ekki á næsta leiti og að komast megi hjá henni verði gripið í taumana sem fyrst. Formaður læknafélagsins segir þróunina áhyggjuefni og telur efnahagsþrengingunum um að kenna, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.