„Hæsti bókaskattur í heimi“

Kristján B. Jónasson bókaútgefandi.
Kristján B. Jónasson bókaútgefandi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Það er mjög einfalt. Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja, sérstaklega smærri útgáfufyrirtækja, er horfinn,“ segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, aðspurður um áhrifin á íslenska bókaútgáfu ef vsk. á bókum færi úr 7% í 25,5%.

„Það yrði hæsti bókaskattur í heimi. Ég fæ ekki séð að þá verði grundvöllur fyrir því að selja bækur,“ segir hann og rifjar upp söguna.

Kristján bendir á að samskonar hækkun hafi verið innleidd af AGS í Lettlandi í fyrra og þá leitt til þess að heildarumfang bókamarkaðarins minnkaði um 35-40% og um 70% hjá tilteknum bókaverslunum. Bókaútgefendur hafi mótmælt og skatturinn verið lækkaður úr 21% í 10%.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert