Mamma með í trúðaskólann

Á Seltjarnarnesi læra nokkrir krakkar hvorki knattspyrnu né hestamennsku þessa dagana, líkt og svo margir gera á þessum tíma árs. Þau læra að vera trúðar. Hópur leiklistaráhugamanna halda nú námskeið í húsnæði sínu, Norðurpólnum, þar sem áhugasamir geta spreytt sig í trúðaskap og fíflalátum.

Þátttakendur námskeiðsins eru þó ekki allir krakkar. Ein móðirin, Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, eins og flestir þekkja hana sem, ákvað að taka þátt í námskeiðinu sjálf eftir að hún fór með börnin sín þangað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert