Fjölskylda sem kaupir matvörur fyrir 70 þúsund krónur á mánuði þyrfti að borga um 55 þúsund krónum meira á ári fyrir sömu vörur, verði tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hækkun virðisaukaskatts á matvörur í 14% að veruleika.
Til lengri tíma ættu stjórnvöld að horfa til þess að hækka hann í 25,5%, að mati sjóðsins, þannig að virðisaukaskattur á allar vörur sé sá sami. Við það myndu áðurnefnd matarkaup hækka um ríflega 145 þúsund krónur á ári, rúm 17%.