Níu sóttu um

Starfsemi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna mun færast til umboðsmanns skuldara.
Starfsemi Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna mun færast til umboðsmanns skuldara. mbl.is/Ómar

Um­sókn­ar­frest­ur til nýs embætt­is umboðsmanns skuld­ara rann út á mánu­dag. Umboðsmaður skuld­ara er rík­is­stofn­un sem mun hafa það hlut­verk að gæta hags­muna og rétt­inda skuld­ara.

Embættið mun einnig ann­ast fjár­málaráðgjöf við ein­stak­linga sem til þessa hef­ur verið sinnt af Ráðgjaf­ar­stofu um fjár­mál heim­il­anna. Starf­semi henn­ar renn­ur inn í embætti umboðsmanns.

Níu sóttu um stöðuna: Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, Guðmund­ur Ásgeirs­son, Guðrún Hulda Aðils Eyþórs­dótt­ir , Guðrún Jó­hanns­dótt­ir, Hall­grím­ur Þ. Gunnþórs­son , Hólm­steinn A. Brekk­an, Ólöf Dagný Thor­ar­en­sen, Run­ólf­ur Ágústs­son og Sif Jóns­dótt­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert