Sinubruni á Ingunnarstöðum

Sinubrunar geta verið erfiðir viðfangs. Þessi mynd er úr safni.
Sinubrunar geta verið erfiðir viðfangs. Þessi mynd er úr safni. mbl.is/RAX

Slökkviliðið á Patreksfirði og slökkvilið Reykhólasveitar er á leiðinni að Skálmarnesi í Reykhólahreppi en þar var tilkynnt um mikinn sinueld skömmu fyrir klukkan sjö í morgun á jörðinni Ingunnarstöðum.

Jörðin er í eyði en á þar er nokkur sumarbústaðabyggð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Patreksfirði er óttast að mannvirki geti verið í hættu. Ekki er að svo stöddu vitað hvernig kviknaði í á Ingunnarstöðum. Það voru vegfarendur sem tilkynntu eldinn í morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert