Sjónlausir skoðuðu náttúruna

Átta þýskir göngumenn gengu á Sólheimajökul í dag. Það er ef til vill ekki
í frásögur færandi nema hvað að áttmenningarnir eru blindir.  Fóru
þeir ásamt aðstoðarfólki sínu og leiðsögumönnum frá Íslenskum
fjallaleiðsögumönnum í gönguna.

Áhersla var lögð á að skapa sem mesta upplifun fyrir önnur skilningarvit en sjónina. Hlustað var lækjarnið, gnauðið í vindinum, drukkið úr lækjum á leiðinni og komið við grjót, sand og ösku. Áttmenningarnir munu hafa verið mjög ánægðir með ferðina og að sögn leiðsögumanns fólst ekki síður ný og góð upplifun í henni fyrir þá sem fulla sjón hafa og vísuðu veginn.

Nánar verður fjallað um þetta í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert