Skeytti engu um upptökubúnað

Lögregla ráðleggur fólki að vera á varðbergi gagnvart þjófum.
Lögregla ráðleggur fólki að vera á varðbergi gagnvart þjófum. Arnaldur Halldórsson

Nýj­um tjald­vagni var stolið á sýn­ing­ar­svæðinu við búðina Ell­ing­sen við Fiskislóð í Reykja­vík í nótt. Að sögn Ang­an­týs Agn­ars­son­ar, versl­un­ar­stjóra, virt­ist þjóf­ur­inn engu skeyta um að at­hæfið næðist á upp­töku.

„Þetta sýn­ir bara hversu óforskammað þetta er. Hon­um var greini­lega al­veg sama að það væri verið að taka hann upp.“ Vagn­arn­ir eru iðulega fest­ir niður með keðjum en þessi til­tekni tjald­vagn stóð laus. Ang­an­týr seg­ist jafn­framt þekkja þess dæmi að fjöl­skylda hafi keypt sér tjald­vagn, lagt hon­um við hús sitt og hann hafi horfið tveim­ur dög­um síðar.

Þjóf­ur­inn í nótt ók inn á svæðið á Cherokee-jeppa, festi vagn­inn við bíl­inn og keyrði á brott. 

Þjófnaður á tjald­vögn­um og felli­hýs­um hef­ur auk­ist mikið að und­an­förnu. Lög­regla vill brýna fyr­ir fólki að vera á varðbergi og nota keðjur og lása óspart til að verja vagn­ana frá þjóf­um. Ang­an­týr seg­ist jafn­framt þekkja þess dæmi að fjöl­skylda hafi keypt sér tjald­vagn, lagt hon­um við hús sitt og hann hafi horfið tveim­ur dög­um síðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka