Skeytti engu um upptökubúnað

Lögregla ráðleggur fólki að vera á varðbergi gagnvart þjófum.
Lögregla ráðleggur fólki að vera á varðbergi gagnvart þjófum. Arnaldur Halldórsson

Nýjum tjaldvagni var stolið á sýningarsvæðinu við búðina Ellingsen við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Að sögn Angantýs Agnarssonar, verslunarstjóra, virtist þjófurinn engu skeyta um að athæfið næðist á upptöku.

„Þetta sýnir bara hversu óforskammað þetta er. Honum var greinilega alveg sama að það væri verið að taka hann upp.“ Vagnarnir eru iðulega festir niður með keðjum en þessi tiltekni tjaldvagn stóð laus. Angantýr segist jafnframt þekkja þess dæmi að fjölskylda hafi keypt sér tjaldvagn, lagt honum við hús sitt og hann hafi horfið tveimur dögum síðar.

Þjófurinn í nótt ók inn á svæðið á Cherokee-jeppa, festi vagninn við bílinn og keyrði á brott. 

Þjófnaður á tjaldvögnum og fellihýsum hefur aukist mikið að undanförnu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að vera á varðbergi og nota keðjur og lása óspart til að verja vagnana frá þjófum. Angantýr segist jafnframt þekkja þess dæmi að fjölskylda hafi keypt sér tjaldvagn, lagt honum við hús sitt og hann hafi horfið tveimur dögum síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert