Þorskur mokveiddur við bryggju

Trausti, Haukur og Unnur Eir sýna aflann í kvöld.
Trausti, Haukur og Unnur Eir sýna aflann í kvöld. Morgunblaðið/Alfons

Börn og ferðamenn mokveiddu þorsk við Ólafsvíkurbryggju í kvöld. Börnin voru afar ánægð með aflann og sagði einn veiðimaðurinn, Trausti að nafni: „Við erum búin að fá átta fiska maður og þeir voru risastórir. Ég bað pabba um að hjálpa mér að koma þeim upp á bryggjuna.“

Erlendir ferðamenn horfðu agndofa á veiðiskapinn. Börnin voru gestrisin og buðu ferðamönnunum að spreyta sig og ekki leið á löngu þar til þeir voru farnir að þeyta þorskum á land. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert