317.900 búa á Íslandi

Íbúar á Íslandi eru 317.900 talsins.
Íbúar á Íslandi eru 317.900 talsins. mbl.is/Kristinn

Í lok 2. ársfjórðungs 2010 bjuggu 317.900 manns á Íslandi, 159.800 karlar og 158.100 konur. Hagstofan segir að engin fjölgun hafi orðið frá fyrra ársfjórðungi. Erlendir ríkisborgarar voru 21.100 í lok annars ársfjórðungs 2010. Á höfuðborgarsvæðinu einu bjuggu 201.300 manns.

Á öðrum ársfjórðungi fæddust 1200 börn, en 530 einstaklingar létust. Á sama tíma fluttust frá landinu 710 einstaklingar umfram aðflutta. Brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkisfang voru 160 umfram aðflutta, en brottfluttir erlendir ríkisborgarar voru 550 fleiri en þeir sem fluttust til landsins. Karlar voru í miklum meirihluta brottfluttra.

Noregur var helsti áfangastaður brottfluttra íslenskra ríkisborgara, en þangað fluttust 310 manns í ársfjórðungnum af 710 alls. Flestir erlendir ríkisborgarar fluttust til Póllands eða 520 manns af 1000.

Flestir aðfluttir íslenskir ríkisborgarar komu frá Danmörku (210), Noregi (100) og Svíþjóð (90), samtals 400 manns af 550. Erlendir ríkisborgarar voru hins vegar flestir frá Póllandi, 140 af alls 480 erlendum innflytjendum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert