Afturkalli tilmæli sín

Gísli Tryggvason
Gísli Tryggvason mbl.is

Talsmaður neyt­enda, Gísli Tryggva­son, hef­ur beint því form­lega til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Seðlabanka Íslands að aft­ur­kalla til­mæli þess­ara stofn­ana til fjár­mála­fyr­ir­tækja frá 30. júní sl. vegna valdþurrðar, rangs laga­grunns, skorts á laga­stoð að formi og efni til og ónógs und­ir­bún­ings. Þetta kem­ur fram á vef tals­manns neyt­enda. Þar kem­ur fram að umboðsmanni Alþing­is og rík­is­stjórn­inni hafi verið send af­rit af ábend­ingu tals­manns.

Á vef tals­manns neyt­enda kem­ur fram að ábend­ing hans bygg­ist á því að FME og SÍ hafi ekki vald­heim­ild­ir til þess að senda um­rædd til­mæli, auk þess sem þau séu byggð á röng­um laga­grunni. Enn frem­ur hafi til­mæl­in ekki fengið rétt­an und­ir­bún­ing.

„Ábend­ing þessi er í sam­ræmi við þau áform sem ég kynnti op­in­ber­lega í kjöl­far dóma Hæsta­rétt­ar um sjálf­stæð viðbrögð af hálfu tals­manns neyt­enda yrðu viðbrögð fjár­mála­fyr­ir­tækja og stjórn­valda ekki full­nægj­andi gagn­vart neyt­end­um, sbr. og svar­bréf mitt, dags. 21. júní sl., til efna­hags- og viðskiptaráðherra um viðhorf embætt­is­ins til þess hvernig mætti vinna úr þeirri stöðu sem upp væri kom­in í kjöl­far dóm­anna.

Sem fyrr er ég sem talsmaður neyt­enda vita­skuld reiðubú­inn til sam­ráðs við alla sem eiga í hlut um rétt viðbrögð í þágu neyt­enda og annarra lög­mætra hags­muna. Ég tel rétt að stofn­an­irn­ar end­ur­skoði aðkomu sína að mál­inu að höfðu sam­ráði við full­trúa helstu hags­munaaðila - að teknu til­liti til þeirra lagarök­semda sem að fram­an grein­ir,“ seg­ir m.a. á vef tals­manns­ins.

Þar er jafn­framt bent á að sjald­gæft sé að embættið sendi öðrum stjórn­sýsluaðilum form­lega ábend­ingu. Það hefi aðeins gerst tví­veg­is áður, ann­ars veg­ar til eft­ir­lits­nefnd­ar með starf­semi fast­eigna­sala 2007 og hins veg­ar 2009 til Lög­manna­fé­lags Íslands sem eft­ir­litsaðila með inn­heimtu­starf­semi lög­manna.

Frétt á vef tals­manns neyt­enda



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert