Álagningu á einstaklinga mun ljúka þann 28. júlí næstkomandi og munu skattgreiðendur geta nálgast upplýsingar um álagningu á netinu degi fyrr, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra.
„Álagningin hefur gengið vel og þurftum við að áætla skattlagningu á færri einstaklinga en áður. Í fyrra voru áætlanir um tuttugu þúsund talsins, en í ár voru um 13.500 manns sem ekki skiluðu framtali. Ég tel að ástæðan fyrir þessari fækkun sé sú að framtölin, sem fólk fær frá okkur, eru fullbúnari en áður. Við fáum upplýsingar frá bönkum um inneignir og skuldir og hefur það létt framteljendum framtalsgerðina.“ Álagningu á lögaðila lýkur í október.