Býður einstaklingum hagstæð framkvæmdalán

Íslandsbanki mun bjóða einstaklingum, sem eru í viðskiptum við bankann, hagstæð framkvæmdalán á sérstökum kjörum í tengslum við átakið Allir vinna, sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins standa að.

Lánin munu ekki bera lántökugjöld, óverðtryggðir vextir verða 5,75% en kjörvextir sambærilegra skuldabréfalána eru nú 9,25%, lánstími er allt að 5 ár.    Umsóknarfrestur er til 30. september 2010.

Hámarkslán er 1,5 milljónir króna og er veitt gegn veði til viðskiptavina með trausta viðskiptasögu.  Lán allt að 750 þúsund krónum eru veitt án veðs en að öðru leiti á sömu forsendum. Þessi lán eru veitt til framkvæmda eða endurbóta á fasteignum, lóðum eða sumarhúsum.

Afgreiðsla lánsins byggir á reikningum fyrir vöru- eða þjónustukaupum fram til 30. september.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert