Einn höfunda skýrslu, sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerði fyrir fjármálaráðuneytið um íslenska skattkerfið, líkir skýrslugerðinni við læknisheimsókn. Ríkisstjórnin hafi viljað fá „læknisskoðun" á skattkerfinu hér á landi.
Þetta kom fram á blaðamannafundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sem haldinn var í Hafnarhúsinu nú síðdegis. Á fundinum gerði Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi grein fyrir innihaldi skýrslunnar og höfundar skýrslunnar svöruðu fyrirspurnum í gegnum fjarfundabúnað.
Talsmenn AGS segjast ekki leggja til að skattar séu hækkaðir umfram aðrar efnahagsaðgerðir. Ríkisstjórnin hafi beðið sjóðinn álits á því hver væri besta leiðin til að auka skatttekjur ríkisins.