Opnaðir farvegir fyrir eðjuna af Eyjafjallajökli

Gröfumenn Snilldarverks að störfum í Holtsá.
Gröfumenn Snilldarverks að störfum í Holtsá. mbl.is/Eggert

Von­ast er til að árn­ar und­ir Eyja­fjöll­um sem eru bakka­full­ar af eðju eft­ir gosið í vor hreinsi sig sjálf­ar eft­ir að grafn­ar hafa verið í þær rás­ir sem geti tekið við frek­ari eðjuflóðum af jökl­in­um.

Land­græðslan og Vega­gerðin standa fyr­ir mikl­um fram­kvæmd­um þessa dag­ana. Verið er að moka upp úr um 17 km, alls um 80 þúsund rúm­metr­um af efni.

Far­veg­ir flestra ánna und­ir Eyja­fjalla­jökli eru full­ir af framb­urði og geta ekki tekið við eðjuflóðum sem jarðvís­inda­menn bú­ast við að komi af jökl­in­um með rign­ing­um. Land­græðslan tel­ur að jök­ulleðja og malar­framb­urður muni ber­ast út fyr­ir far­veg­ina og inn á rækt­un­ar­lönd, eins og gerðist við upp­haf eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli þegar Svaðbælisá flæddi yfir bakka sína og skildi eft­ir leir­lag á meg­in­hluta túna bónd­ans á Önund­ar­horni og víðar. Þá eru bygg­ing­ar og mann­virki tal­in í hættu og ekki síst hring­veg­ur­inn, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert