Segir lögreglu hafa beitt sig miklum þrýstingi

Einn hinna ákærðu í héraðsdómi í morgun.
Einn hinna ákærðu í héraðsdómi í morgun. Ernir Eyjólfsson

Í vitn­is­b­urði fyr­ir héraðsdómi Reykja­vík­ur í máli varðandi stór­fellt kókaíns­mygl sagði einn ákærðu að lög­regla hafi beitt hann mikl­um þrýst­ingi til að knýja hann til sagna. Hann hafi verið í mik­illi neyslu og illa áttaður og því látið und­an. Hann hafi eytt tveim­ur vik­um í ein­angr­un og í kjöl­farið verið yfr­heyrður af lög­reglu án þess að lögmaður væri viðstadd­ur. Þegar ekki hafi feng­ist svör sem nægja þóttu hafi hann verið sett­ur í ein­angr­un að nýju.

„ Það er bara pressað rosa á mig og, þú veist, ég var bara ein tauga­hrúga,“ sagði ákærði um aðfar­ir lög­reglu. Kvað hann að lög­regla hafi nán­ast lagt hon­um orð í munn; „Mér var bara sagt hvað ég átti að segja.“

Hinn ákærði breytti framb­urði sín­um tölu­vert frá því sem skjalfest er í skýrsl­um lög­reglu. Kvað hann að ástand hans vegna neyslu, inni­lok­un og ótta hafi skert dómgreind hans og  leitt hann til að skýra ekki rétt frá í fyrstu.

Hinn ákærði sem hér um ræðir var í ný­dæmdu máli af keim­lík­um toga bor­inn þeim sök­um af ein­um ákærða í því að hafa hafa staðið að baki smygl­inu í því máli. Hann var ekki meðal ákærðu í því máli og neitaði sök­um sem vitni fyr­ir dómi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert