Skoða framkvæmdalán

Fólk er hvatt til framkvæmda með átakinu Allir vinna
Fólk er hvatt til framkvæmda með átakinu Allir vinna Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ekki hafa verið teknar endanlegar ákvarðanir hjá Arion banka og Landsbankanum hvort boðið verði upp á sambærileg framkvæmdalán eins og Íslandsbanki tilkynnti um í morgun.

Íslandsbanki ætlar að bjóða einstaklingum, sem eru í viðskiptum við bankann, hagstæð framkvæmdalán á sérstökum kjörum í tengslum við átakið Allir vinna, sem stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins standa að. Um er að ræða lán til allt að 5 ára, allt að 1,5 milljónir króna á 5,75% óverðtryggðum vöxtum.

Bæði Arion og Landsbankinn segjast vera með málið í skoðun en munu að öllum líkindum taka þátt í umræddu „Allir vinna“ átaki.

Hjá Landsbankanum fengust þær upplýsingar að bankinn bjóði nú þegar upp á framkvæmdalán. Verið sé að útfæra lánin í samræmi við átakið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert