Tveir slæmir kostir í boði

Julio Escolano, einn höfunda skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenska skattkerfið, segir Íslendinga standa frammi fyrir því að velja á milli hárra skatta eða óstöðugs efnahagskerfis sem afleiðingu af veikri stöðu ríkisins. Báðir kostir séu slæmir en skattahækkanir séu þó illskárri.

Escolano segir að niðurstöður sjóðsins hafi ekki verið „pantaðar“ af íslenskum stjórnvöldum. Þær séu einungis settar fram til ráðgjafar og þeim ætlað að benda á möguleika sem fyrir hendi eru varðandi skattkerfisbreytingar með það fyrir augum að auka tekjur ríkisins. 

Sjóðurinn tekur ekki afstöðu til þess hvernig tekjudreifing eigi að vera hér á landi. Hugmyndir, sem kynntar eru í skýrslunni, og ætlað er að auka tekjujöfnuð, séu settar fram vegna þess að um þær hafi verið beðið. Það sé undir ríkisstjórn Íslands, og þar með kjósenda, að ákveða hvað þeim finnist vera sanngjörn tekjudreifing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert