Búið að finna fellihýsin og handtaka tvo

Mynd úr öryggismyndavél sem sýnir jeppann við fellihýsið sem stolið …
Mynd úr öryggismyndavél sem sýnir jeppann við fellihýsið sem stolið var við Víkurverk.

Fellihýsin sem stolið var á dögunum frá verslunum Ellingsen og Víkurverks eru komin í leitirnar. Lögregla hefur staðfest að svo sé og að búið sé að handtaka tvo menn í tengslum við málið.

Mikil aukning hefur verið í þjófnaði á fellihýsum og tjaldvögnum undanfarið. Eins og sagt er frá í frétt Morgunblaðsins í dag bendir margt til að um skipulögð afbrot sé að ræða. 

Að sögn starfsmanna Víkurverks er mikil eftirspurn eftir notuðum fellihýsum og tjaldvögnum hér á landi um þessar mundir. Kaupmáttur hefur minnkað umtalsvert og fólk ferðast meira innanlands í kjölfar kreppunnar.

Lögregla segir málin í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert