Gagnrýna afskipti ESB

Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins.
Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Reuters

Ísa­fold - fé­lag ungs fólks gegn ESB-aðild, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem lýst er  yfir ónægju sinni með yf­ir­lýs­ingu Stefn­an Füle, stækk­un­ar­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, þess efn­is að ESB muni leggja fram fé til að fram­kvæma svo­kallaða kynn­ingaráætl­un sína.

Seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, að Füle hafi til­kynnt þetta eft­ir að hafa lýst yfir áhyggj­um vegna ágrein­ings Íslend­inga og lít­ils stuðnings al­menn­ings við um­sókn­ina.

„Þessi fjár­veit­ing, sam­an­lagt 4 millj­arðar,. er tæp­ast hægt að telja sem pen­inga­gjöf, þar sem ís­lensk stjórn­völd eru skuld­bund­in til að leggja fé á móti. Ef kynn­ing­ar­efni um Evr­ópu­sam­bandið á að hafa ein­hvern minnsta trú­verðug­leika ætti sam­bandið sjálft ekki að taka þátt í að semja slíkt efni. Er það skoðun Ísa­fold­ar að Evr­ópu­sam­bandið hafi full­mik­il af­skipti af ís­lensk­um inn­an­rík­is­mál­um með áróðurs­starf­semi sinni hér," seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert