Lýsa yfir stuðningi við baráttu LSOS

Slökkviliðsmenn að störfum. Mynd úr safni.
Slökkviliðsmenn að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Kristinn

Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna fyrir leiðréttingu á launakjörum sínum. Þetta kemur fram á vef LSOS.

Í ályktun félagsins segir að kjarabarátta LSOS snúist um að störf vaktavinnufólks verði metin í samræmi við álag og ábyrgð. Kjarabarátta slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sé barátta fyrir sanngjörnu mati á störfum fólks sem vinni afbrigðilegan vinnutíma undir miklu álagi að aukinni velferð landsmanna.

Þá skorar Sjúkraliðafélag Íslands á forystumenn samtaka sveitarfélaga að sýna kjark, drengskap og fyrirhyggju og ganga nú þegar að kröfum slökkviliðsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert