Samanlagðar sektir um 16 milljónir

Lögreglan á Suðurnesjum er iðin við kolan.
Lögreglan á Suðurnesjum er iðin við kolan. Mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Rúmlega 350 ökumenn hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur á tvöfalda kafla Reykjanesbrautar frá því í maí samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Samanlagt nema sektirnar meira en 16 milljónum króna. Algengustu sektargreiðslurnar hljóða upp á 30 og 50 þúsund krónur.

Þeir sem eru teknir á 105 til 110 kílómetra hraða á klukkustund mega búast við 30 þúsund króna sekt. Afsláttur er gefinn borgi menn strax og nemur sektin þá 22.500 krónum.

Aki maður á 111 til 120 kílómetra hraða á klukkustund varðar það 50 þúsund króna sekt, fyrir afslátt. Þeir sem fara yfir 121 kílómetra hraða á klukkustund mega búast við 70 þúsund króna sekt. 

Fari maður yfir 165 kílómetra á klukkustund varðar það sviptingu ökuleyfis á staðnum auk hárra sektargreiðslna.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið í sérstöku umferðarátaki undanfarna daga. Margir ökumenn verið teknir. Notast er við öfluga radarmæla sem drífa allt að einn kílómeter. Mælarnir hafa skilað miklum árangri að sögn lögreglunnar.

Hér má skoða töflu um sektargreiðslur í reglugerð um viðurlög við brotum á umferðarlögum.

Það borgar sig því að keyra á löglegum hraða!

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka