Samanlagðar sektir um 16 milljónir

Lögreglan á Suðurnesjum er iðin við kolan.
Lögreglan á Suðurnesjum er iðin við kolan. Mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Rúm­lega 350 öku­menn hafa verið tekn­ir fyr­ir of hraðan akst­ur á tvö­falda kafla Reykja­nes­braut­ar frá því í maí sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­nesj­um.

Sam­an­lagt nema sekt­irn­ar meira en 16 millj­ón­um króna. Al­geng­ustu sekt­ar­greiðslurn­ar hljóða upp á 30 og 50 þúsund krón­ur.

Þeir sem eru tekn­ir á 105 til 110 kíló­metra hraða á klukku­stund mega bú­ast við 30 þúsund króna sekt. Af­slátt­ur er gef­inn borgi menn strax og nem­ur sekt­in þá 22.500 krón­um.

Aki maður á 111 til 120 kíló­metra hraða á klukku­stund varðar það 50 þúsund króna sekt, fyr­ir af­slátt. Þeir sem fara yfir 121 kíló­metra hraða á klukku­stund mega bú­ast við 70 þúsund króna sekt. 

Fari maður yfir 165 kíló­metra á klukku­stund varðar það svipt­ingu öku­leyf­is á staðnum auk hárra sekt­ar­greiðslna.

Lög­regl­an á Suður­nesj­um hef­ur verið í sér­stöku um­ferðarátaki und­an­farna daga. Marg­ir öku­menn verið tekn­ir. Not­ast er við öfl­uga radar­mæla sem drífa allt að einn kíló­meter. Mæl­arn­ir hafa skilað mikl­um ár­angri að sögn lög­regl­unn­ar.

Hér má skoða töflu um sekt­ar­greiðslur í reglu­gerð um viður­lög við brot­um á um­ferðarlög­um.

Það borg­ar sig því að keyra á lög­leg­um hraða!

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert