Ökumaður jeppans handtekinn

Mynd úr öryggismyndavél sem sýnir jeppann við fellihýsið sem stolið …
Mynd úr öryggismyndavél sem sýnir jeppann við fellihýsið sem stolið var við Víkurverk.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöld mann sem er grunaður um að hafa stolið tjaldvagni við búðina Ellingsen aðfararnótt miðvikudags og fellihýsi við Víkurverk þann 9. júlí síðastliðinn.

Maðurinn er jafnframt talinn vera eigandi Cherokee-jeppans sem vagnarnir voru tengdir í við þjófnaðinn. Bíllinn náðist á upptöku í báðum tilvikum. Lögregla hefur ennfremur lagt hald á jeppann.

Lögregla segir málið vera í rannsókn og veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Þjófnaður á ferðavögnum hefur aukist umtalsvert að undanförnu og lögregla lítur svo á að um skipulögð brot sé að ræða. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert