Skylt að hljóta þjálfun í skrikvagni fyrir bráðabirgðaskírteini

Umferð
Umferð Brynjar Gauti

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini er nú til umsagnar á vef samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Í núgildandi reglugerð er ökunemum skylt að fá þjálfun í ökugerði og/eða með skirkvagni. Þar sem óljóst var hvar á landinu boðið yrði upp á slíka þjálfun er kveðið á um heimild til að þjálfunin færi fram á fyrstu þremur árum eftir að umsækjandinn fengi bráðabirgðaskírteini en áður en hann fengi fullnaðaraskírteini.

Ráðuneytið telur ökunema draga að fara í slíka þjálfun þar sem hún er ekki skilgreind sem hluti grunnökunáms og leiðir líkur að því að ekki sé eins árangursríkt fyrir ökumann sem hefur ekið bifreið í allt að þrjú ár að fara í þjálfun á æfingaaksturssvæði og fyrir óvanan ökunema sem þarf að læra að aka við mismunandi akstursskilyrði.

Því leggur ráðuneytið til þá breytingu að slík þjálfun fari fram áður en bráðabirgðaskírteini er gefið út. Þó er gerð sú undantkening að leiði búseta ökunema til þessa að þetta ákvæði sé erfitt í framkvæmd megi ökunemi ljúka þjálfun í ökugerði á næstu þremur árum eftir að hann fær útgefið bráðabirgðaskírteini eða áður en hann fær fullnaðarskírteini.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert