Stolnir ferðavagnar seldir hér á landi

Gæta þarf að sér ef kaupa skal notað hjólhýsi eða …
Gæta þarf að sér ef kaupa skal notað hjólhýsi eða tjaldvagn á næstunni. mbl.is/Sverrir

Lögregla telur að mikil aukning á þjófnaði á tjaldvögnum og fellihýsum bendi til þess að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Henni gengur illa að finna vagnana og veit ekki hvað um þá hefur orðið.

Líklegt er talið að stolnir ferðavagnar séu seldir hér á landi en ekki fluttir úr landi, þó slíkt sé ekki útilokað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn starfsmanna Víkurverks er mikil eftirspurn eftir notuðum fellihýsum og tjaldvögnum hér á landi um þessar mundir. Kaupmáttur hefur minnkað umtalsvert og fólk ferðast meira innanlands í kjölfar kreppunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert