Samtökin Rauður vettvangur stóðu fyrir útifundi á Lækjartorgi nú síðdegis í tilefni af því, að fyrir réttu ári samþykkti Alþingi að sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu.
Fundarboðendur sögðu, að tilgangur fundarins væri að varpa ljósi á þær hættur sem felist í aðild að ESB og því aðlögunarferli sem sé í gangi þar að lútandi, og jafnframt að hvetja til samstöðu þjóðarinnar um baráttu gegn innlimun landsins í Evrópusambandið.