Útlit er fyrir áframhaldandi blíðvirði í höfuðborginni og á suðvesturhorninu á morgun og mánudag. Á þriðjudag og miðvikudag verður að líkindum rólegt veður á öllu landinu en í lok viku fer að hlýna á Norður- og Austurlandi.
Þrálát norðan og norðaustanátt undanfarna daga hefur skilað sér í brakandi blíðu sunnan og vestanlands en hefur að sama skapi gert litla lukku norðan og austanlands.
Að mati Veðurstofunnar verður rólegt veður á mestöllu landinu á þriðjudag og miðvikudag, en þá gætu hægar suðlægar áttir hlýindum á Norður- og Austurlandi farið að gera vart við sig.