Íslensk Nýorka auglýsir eftir átta fjölskyldum til að prófa rafbíla og vetnisrafbíla á næstu mánuðum en ætlunin er að nýta gögnin sem úr tilrauninni fást til að leggja mat á hvernig bílarnir reynast við íslenskar aðstæður.
Drægi vetnisrafbílsins er um 200 km en rafbíllinn kemst allt að 100 km á einni hleðslu. Akstur rafbílsins kostar aðeins 2 kr. á km, að því er fram kemur í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.