Bongóblíða í borginni

Fólk naut blíðunnar á Austurvelli í dag.
Fólk naut blíðunnar á Austurvelli í dag. mbl.is/GSH

Veðrið lék við landsmenn á Suður- og Vesturlandi í dag. Borgarbúar fóru ekki varhluta af blíðunni, en þar fór hitinn upp í 20 stig. Sannkölluð bongóblíða. Skal því engan undra að fjölmargir hafi lagt leið sína í miðbæinn til þess að sleikja sólina, sýna sig og sjá aðra. 

Ferðahugur er einnig í landsmönnum sem eru á ferð og flugi þessa helgina. Víða eru skemmtanir í fullum gangi, m.a. Húnavaka á Blönduósi og Bryggjusöngur á Stokkseyri svo örfá dæmi séu nefnd. 

Það var einnig fjör á Flúðum í dag. Ragnar Magnússon, …
Það var einnig fjör á Flúðum í dag. Ragnar Magnússon, bóndi í Birtingaholti, og Ísólfur Gylfi Pálmason, fráfarandi sveitastjóri í Hrunamannahreppi, nutu sín í blíðunni, þar sem fjölskylduskemmtun var í fullum gangi.
Djassgeggjarar og aðrir góðir gestir hlustuðu á ljúfa tóna á …
Djassgeggjarar og aðrir góðir gestir hlustuðu á ljúfa tóna á tónleikum við Jómfrúna. mbl.is/GSH
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka