Fékk eldskírn í Norðursjónum í óveðri

Skonnortan Hildur er fallegt fley og sigldi inn að Raufarhöfn …
Skonnortan Hildur er fallegt fley og sigldi inn að Raufarhöfn í vikunni. mbl.is/Erlingur B. Thoroddsen

Skonnortan Hildur, nýjasti bátur Norðursiglingar á Húsavík, kom siglandi inn til Raufarhafnar í gærkvöldi kl. 20, eftir gagngerar breytingar í C.J. Skibs- og Bådebyggeri í Egernsund í Danmörku.

Báturinn var upphaflega byggður árið 1974 á Akureyri af skipasmiðunum Trausta og Gunnlaugi og gerður út frá Raufarhöfn undir nafninu Viðar ÞH. Mikill mannfjöldi tók á móti skonnortunni, þar af margir sjómenn, sem höfðu róið á Viðari á árum áður.

Hörður Sigurbjarnarson skipstjóri kvað ferðina hafa tekið 5 daga frá Skagen í Danmörku til Raufarhafnar. Skonnortan Hildur fékk eldskírn í Norðursjónum í óveðri sem mældist yfir 20 m á sekúndu. Að sögn Harðar reyndist Hildur vel í átökunum við Ægi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert