Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa óskað eftir vikulöngum fresti til að svara fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna tilmæla til fjármálafyrirtækja um endurútreikning gengistryggðra lána.
Umboðsmaður Alþingis sendi stofnununum fyrirspurn vegna tilmælanna en skilafrestur svarbréfsins rann út í gær. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segist hafa fengið beiðni um vikulanga lengingu skilafrestsins.
Umboðsmaður Alþingis mun fara yfir beiðnina á mánudaginn næstkomandi og taka þá ákvörðun í málinu.