Gríðarleg
stemmning var í gærkvöld á
Bryggjusöng á Stokkseyri. Múgur og margmenni var á Stokkseyrarbryggju á fjölskylduskemmtun
Bryggjuhátíðarinnar.
Fram kemur á vef Stokkseyrar að skemmtunin sé hápunktur Bryggjuhátíðarinnar en þar hafi m.a. verið
bryggjusöngur með
Árna Johnsen við varðeld í fjörunni.
Hverfin á Stokkseyri voru með skemmtiatriði hvert um sig. Á eftir var svo Bændaball á bryggjunni með hljómsveitinni Granít frá Vík
í
Mýrdal.
Í dag, laugardag, verður markaðsdagur í Lista- og menningarverstöðinni,
sandkastalakeppni við Stokkseyrarbryggju og hverfakeppni í knattspyrnu
og
dansleikir á Draugabarnum og Kaffi Sól svo fátt eitt sé nefnt.
Hátíðinni lýkur síðdegis á morgun, sunnudag.