Þyrlan kölluð út vegna gróðurelda í Straumsvík

Frá vettvangi við Straumsvík í kvöld.
Frá vettvangi við Straumsvík í kvöld. mbl.is/Jakob Fannar

Slökkviliðið hefur óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að slökkva gróðurelda í hrauni sunnan við Straumsvík.

Slökkvilið og lögregla eru á svæðinu en tæki slökkviliðs ná ekki þangað sem eldurinn er og því þarf aðstoð þyrlu við að dæla vatni á eldinn.

Grunur er um að eldurinn hafi kviknað af mannavöldum.

Slökkviliðið fékk ábendingu um hvítan reyk sem reyndist vera eldur í mosa og öðrum gróðri í hrauninu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert