Ómar Ragnarsson fær milljónir

Ómar Ragnarsson verður sjötugur á árinu.
Ómar Ragnarsson verður sjötugur á árinu. Rax / Ragnar Axelsson

Íslend­ing­ar eru hvatt­ir til að gefa Ómari Ragn­ars­syni eitt þúsund krón­ur í sjö­tugsaf­mæl­is­gjöf sem þökk fyr­ir ómet­an­leg störf í þágu Íslenskr­ar nátt­úru.

Þannig hljóðar lýs­ing­in á ný­legri síðu sem finna má á sam­skipta­vefn­um face­book. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 1.375 manns lýst sig vilj­uga til verks­ins með því að ger­ast meðlim­ir síðunn­ar.

Sam­kvæmt því hafa nú þegar safn­ast tæp­lega 1,4 millj­ón króna í af­mæl­is­gjöf til þessa ást­sæla fjöl­fræðings.

Það er at­hafnamaður­inn Friðrik Weiss­happ­el sem stend­ur fyr­ir síðunni. 

Marg­ir hafa lýst ánægju sinni með verkið í skila­boðum á síðunni. Greina má þar nokkra þjóðþekkta Íslend­inga. Þar á meðal má nefna Friðrik Ómar sem upp­lýs­ir að hann sé skírður í höfuðið á Ómari Ragn­ars­syni vegna þess hve mjög faðir hans leit upp til Ómars.

Hér má skoða face­book síðuna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka