Skoða ástæður viðvörunarinnar

Ein af fokker vélum Flugfélags Íslands. Mynd úr safni.
Ein af fokker vélum Flugfélags Íslands. Mynd úr safni. Mbl.is

Rannsóknarnefnd flugslysa hefur nú til rannsóknar hvers vegna árekstrarviðvörun fór í gang í fokker vél Flugfélags Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefndinni var vélin í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli í fyrradag þegar viðvörunin fór í gang.

Lítil tveggja hreyfla flugvél, sem einnig var í aðflugi, þótti vera of nálægt fokkernum.

Flugmennirnir á fokkernum brugðust við á réttan hátt og hófu fráhvarfsflug (e. go around).

Engin hætta skapaðist en málið er þó til rannsóknar. Verið er að safna gögnum um málið og er niðurstöðu að vænta innan tíðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert